Skip to main content

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

By Uncategorized

ginowan herinn burt Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru á eynni Okinawa, syðst í Japan. Meðal herstöðva þar er Futenma-herstöðin, sem er í miðri borginni Ginowan með um það bil 90 þúsund íbúa.

Í Japan eru ýmis samtök herstöðvaandstæðinga mjög virk og nú í dag, 5. mars, voru mótmælaaðgerðir í Ginowan gegn Futenma-herstöðinni. Talið er að um það bil 35 þúsund manns hafi tekið þátt í þessum aðgerðum þar sem þess var krafist að herstöðinni yrði tafarlaust lokað.

Áform eru um að færa herstöðina til Henoko í grennd við borgina Fugo, og var gerður samningur um það milli Japans og Bandaríkjanna í október síðastliðnum. Hins vegar eru ekki allir sáttir við þau áform og hafa bæði umhverfisverndarsinnar og friðarsinnar mótmælt þeim. Í fréttatilkynningu sem hópur sem kallar sig Okinawa friðarbaráttuhópinn sendi frá sér í október síðastliðnum segir að baráttan beinist ekki bara gegn uppbyggingu herstöðvar í Henoko heldur einnig gegn hverskyns hernaðaruppbyggingu á Okinawa.

Menningardagskrá

By Uncategorized

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn í Friðarhús. Þar verður flutt dagskrá tengd Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Á eftir verður boðið upp á kaffiveitingar og starfsemi hússins og framtíðarsýn aðstandenda þess kynnt.

Menningardagskrá sunnudag

By Uncategorized

427175377EUHtYW phÁ sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn í Friðarhús. Þar verður flutt dagskrá tengd Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Á eftir verður boðið upp á kaffiveitingar og starfsemi hússins og framtíðarsýn aðstandenda þess kynnt.

Óskandi er að sem allra flestir sjái sér fært að mæta á áhugaverða dagskrá og eigi ánægjulega stund.

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

By Uncategorized

mfik 3 01 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
fyrir friði og jafnrétti.

Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17
í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Fundarstjóri: Guðlaug Þóra Marinósdóttir, SFR

Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður
Ég borða ekki jarðsprengjur.

Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
Þróunarsamvinna á nýrri öld.

Hulda Biering, kennari
Grasrót í Mósambík – Konur og menntun.

Elín Jónasdóttir, sálfræðingur
Þar sem fræin þroskast best – reynsla frá Sri Lanka.

Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld les ljóð.

Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður
Til hvers að gefa?

Irma Matchavariani, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna
Lítum okkur nær.

María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK
Heimurinn hugsaður upp á nýtt.

Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona
Sýnir ljósmyndir af verkefni sem unnið var á flóðasvæðum Sri Lanka.

Hljómsveitin AMÍNA spilar.

Menningar og friðarsamtökin MFÍK, Bandalag háskólamanna, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök herstöðvaandstæðinga, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um kvennaathvarf, Sjúkraliðafélag Íslands, Stígamót, SFR – Stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, Öryrkjabandalag Íslands