Skip to main content

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

By Uncategorized

keflavikurganga Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17.

Þetta verður hátíð með léttu yfirbragði en alvarlegum undirtóni. Fjölmörg atriði af ýmsu tagi. Bæði litið um öxl og horft fram á veginn. Þúsund blóm blómstra!

  • Sambúð hers og þjóðar í hálfa öld – hvers er að minnast?
  • Fögnuður eða söknuður þegar herinn fer?
  • Segjum upp herstöðvasamningnum og NATO-samningunum?
  • Reynum við að finna annan her í staðinn?
  • Hvernig varnir þurfum við – og gegn hverjum?
  • Árið 1918 hétum við ævarandi hlutleysi. Á að endurreisa hlutleysið?
  • Starfslokasamningar? Hvernig gegnur fólki að fá nýtt starf?
  • Hvernig verður viðskilnaðurinn – hreint land og fagurt land?
  • Getum við rekið flugvöllinn – og janvel nýtt hann betur?
  • Hvað tekur við? Ný tækifæri?

Ávörp m.a.

  • Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, ávarpar samkomuna.
  • Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ: Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum
  • Kristján Pálsson, sagnfræðinemi: Áhrifin voru líka jákvæð
  • Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur: Orðið varnarlið
  • Sveinn Rúnar Hauksson. Sögur úr hersetunni
  • Einar Ólafsson, ritstjóri Friðarvefsins: Um alþjóðlega baráttu gegn herstöðvum.

List og menning m.a.

  • Rúnar Júlíusson, sá eini og sanni, segir frá kynnum sínum af hernum í máli og tónum.
  • Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og tónlist Péturs Pálssonar var frumflutt 1965. Þrír upphaflegu flytjendanna syngja brot úr verkinu.
  • Hljómsveitir skipaðar ungu fólki af Suðurnesjum og úr Reykjavík: Tokyo Megaplex, Æla, Hellvar, Kapteinn Hafsteinn og Kira Kira.

Kynnir er hinn bráðsnjalli Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru.

Til sölu:
Veitingar á vegum hússins. Happdrættismiðar, hljómplötur, efni þeirra sem koma fram.

Vinstrihreyfingin grænt framboð á Suðurnesjum

Nánari upplýsingar:

Þorvaldur Örn Árnason, valdurorn@ismennt.is s. 424 6841
Marta Guðrún Jóhannesdóttir, martag@fss.is s. 867 5986

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

By Uncategorized

4ða ESF Aþenu enska Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu

Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum – ESF) verður haldið í Aþenu dagana 4.-7. maí. Meðal fjölmargra funda á þinginu verður fundur undir yfirskriftinni: Herstöðvar Bandaríkjanna og hervæðing Evrópusambandsins í þjónustu „heimsstríðsins gegn hryðjuverkum“. Eflum baráttu okkar gegn þeim.

Nánari upplýsingar um 4. ESF: http://athens.fse-esf.org

Frá SHA – nóg við að vera um páskana

By Uncategorized

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl
Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í borginni yfir páskahelgina þurfa þó engu að kvíða því á laugardaginn kemur, 15. apríl, verður staðið fyrir hinni sívinsælu spurningakeppni Friðarpípunni í Friðarhúsi. Hefst hún kl. 16 og eru allir velkomnir.

* * *

Dagfari og Friðarvefurinn
Um þessar mundir er unnið að gerð Dagfara, fréttabréfs SHA, sem berast mun félagsmönnum fyrir lok mánaðarins. Sem vænta má verður blaðið að þessu sinni helgað nýjustu fregnum af hermálinu, en krafa SHA hlýtur að vera sú að herverndarsamningnum svokallaða verði sagt upp og hrstöðinni lokað fyrir fullt og allt. Ýmsar greinar hafa birst um málið á Friðarvefnum síðustu daga og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með umræðunni sem þar fer fram, auk þess sem tekið er við aðsendu efni.

* * *

Snarrót: kvikmyndasýningar
Undanfarin misseri hefur starfsemi Snarrótar, Laugavegi 21 kjallara, staðið í miklum blóma. Næstu þriðjudags og fimmtudagskvöld verða kvikmyndasýningar fyrir gesti og gangandi þar sem hægt verður að sjá ýmsar fróðlegar heimildarmyndir og klassískar kvikmyndir. Dagskrá næstu tveggja vikna er á þessa leið:

Þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:00 – DEAD IN THE WATER
Heimildarmynd BBC um árásina á USS Liberty í sex daga stríðinu.

Fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:00 – ONIBABA (Brunnurinn)
Mögnuð japönsk draugasaga frá 1964 í leikstjórn Kaneto Shindo.

Þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 – MARTIAL LAW 911
Útvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðamaðurinn Alex Jones fjallar m.a. um uppbyggingu lögregluríkisins í Bandaríkjunum.

Fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00 – FAHRENHEIT 451 (Hitastig 451)
Klassísk vísindaskáldsaga í leikstjórn: Francois Truffaut.