Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv.
11:30 – venjuleg aðalfundarstörf (kosning stjórnar, samþykkt reikninga og umræður um ályktanir)
Boðið verður upp á léttan hádegisverð
13:30 til 14:40 – málþing um það sem efst er á baugi í hernaðarmálunum hér heima og erlendis.
* Halla Gunnarsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fjallar um Varnarmálastofnun
* Magnús Sveinn Helgason sérfræðingur um bandarísk stjórnmál ræðir afleiðingar forsetaskipta í BNA
Athugið að dagskráin hefur verið stytt talsvert frá upphaflegri áætlun, til að rekast ekki á við boðaðar mótmlaaðgerðir í miðborginni á laugardag.
20:00 – Landsráðstefnugleði í Friðarhúsi. Hernaðarandstæðingar gera sér glaðan dag.
Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. Blaðið má lesa hér (pdf skjal, 3mb).
Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns mættu á fundinn, hlýddu á framsögu formanns samtakanna og tóku þátt í líflegum umræðum.
Alllangt er liðið síðan SHA sendu síðast fulltrúa vestur, en hernaðarandstæðingar á Ísafirði hafa þó haldið út nokkru starfi síðustu misserin. Ljóst er að til mikils er að vinna að samtökin geri stórátak í fundarhaldi af þessu tagi. Hlýtur því að verða beint til nýrrar miðnefndar SHA að gera þar bragarbót – en hún verður að sjálfsögðu kjörin á landsráðstefnu í Friðarhúsi næstkomandi laugardag.