All Posts By

Stefán Pálsson

Veisla ársins

By Uncategorized

Systa eldarHinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember. Um er að ræða hið árvissa jólahlaðborð SHA, en landsráðstefna samtakanna verður sett fyrr um daginn.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur.

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir – skynsamlegt er að mæta tímanlega.

Dagskrá landsfundar SHA

By Uncategorized

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi 27.-28. nóvember.

Setning fundarins verður kl. 18 á föstudeginum, á undan hátíðarmálsverði Friðarhúss sem hefst kl. 19.

Á laugardeginum verða svo hefðbundin aðalfundarstörf frá kl. 11, en að loknum hádegismat verða flutt erindi af nýafstöðnu málþingi Norðurlandsdeildar SHA um friðar- og afvopnunarmál.

1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim

2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.

Þinginu lýkur svo eigi síðar en kl. 17.

Fundað á Akureyri

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til opins fundar um heimsvaldastefnu og hernaðarhyggju í samtímanum. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 22. nóvember 2009 í sal Zontafélagsins á Akureyri, Aðalstræti 54A, klukkan 14.00.

Erindi:

1. “Vald fjöldans: Andspyrna gegn heimsvaldabrölti í hnattvæddum heimi”. Edward Huijbens, dósent við HA fjallar um hugmyndir Michael Hardt og Antonio Negri um birtingarmyndir Valdsins og möguleika á andspyrnu gegn þeim

2. “Vestræn hernaðarstefna – sókn og hrunadans“. Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur, fjallar um hernaðarhyggju eftir tíma kalda stríðsins.

Fundurinn er opin öllum. Farið verður fram á 500 króna kaffigjald frá þeim sem eru aflögufærir.

Landsráðstefna SHA, 27.-28. nóv.

By Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga efna til landsráðstefnu dagana 27.-28. nóvember n.k. í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Föstudagur 27. nóv.

kl. 18 Setning landsráðstefnu & fordrykkur
kl. 19 Hátíðarmálsverður (sjá auglýsingu að neðan)

Laugardagur 28. nóv.

kl. 11 Hefðbundin aðalfundarstörf og kynning ályktana
kl. 12:30 Hádegisverður
kl. 13-17 Málþing & afgreiðsla ályktanna.

+ + +

Fullveldisfögnuður & hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. nóvember og verður að þessu sinni boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð.

Guðrún Bóasdóttir sér um matseldina, en á matseðlinum er m.a. sænsk jólaskinka og fjölbreytt heimatilbúið meðlæti, s.s. heit lifrarkæfa, síld og reykt nautatunga. Hnetusteik fyrir grænmetisætur.

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson mætir og tekur lagið. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.

Félagsfundur MFÍK, 16. nóvember

By Uncategorized

Opinn félagsfundur Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK mánudaginn 16.nóvember kl. 19 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.

Efni fundar: Mikilvægi friðsamlegra samskipta og friðarfræðsla.

Magrét Guðmundsdóttir les ljóð og María S. Gunnarsdóttir stýrir umræðum í litlum hópum í formi “heimskaffis”.

Fundurinn hefst kl. 19 með léttu borðhaldi.

Máltíðin kostar kr. 1000.-

Fundurinn er öllum opinn.

Engin sátt um Nató

By Uncategorized

natodrepurÍ íslenskri þjóðfélagsumræðu er oft látið að því liggja að almenn sátt sé um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og að þorri landsmanna hafi engar athugasemdir við veru Íslands í Nató. Með því að endurtaka þessar staðhæfingar nógu oft, reyna stuðningsmenn bandalagsins að koma sér undan efnislegri umræðu um aðildina að hernaðarbandalaginu.

Þrátt fyrir þetta, hefur margoft komið í ljós að engin sátt er um Nató meðal almennings á Íslandi. Það var enn einu sinni staðfest í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var nú um helgina.

Spurt var um traust fólks til Nató. Niðurstaðan var sú að 30% sögðust bera mikið traust til Atlantshafsbandalagsins en 28% lítið traust. 42% nefndu valkostinn hvorki né. Það má því teljast ljóst að beinir stuðningsmenn og andstæðingar Nató eru nokkurn veginn jafn margir.

Þótt þessar tölur kunni að koma þeim á óvart sem taka mark á umfjöllun fjölmiðla um Nató-aðildina, eru þær í raun fyrirsjáanlegar. Um árabil hafa álíka margir Íslendingar lýst sig jákvæða og neikvæða í garð Atlantshafsbandalagið. Þetta eru merkilegar niðurstöður ef haft er í huga hversu einhliða áróður hefur verið rekinn hérlendis fyrir bandalaginu og starfsemi þess. Eftir stendur að engin sátt er um Nató meðal Íslendinga.

Á indverskum nótum: fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

By Uncategorized

indverskur fridurFjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. október. Matseldin verður að þessu sinni í höndum tveggja vaskra félaga, þeirra Hörpu Stefánsdóttur og Ármanns Gunnarssonar. Þau hafa verið langdvölum á Indlandi og munu því bjóða upp á:

* indverskan kjúklingarétt
og
* indverskan grænmetisrétt

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Sindri Freysson les úr tveimur nýútkomnum bókum sínum: Ljóðveldinu Íslandi og Dóttur mæðra minna og gerir grein fyrir tilurð þeirra. Síðari bókin er söguleg skáldsaga sem fjallar um atburði í sögu landsins sem lítt hefur verið sinnt, þegar breska hernámsliðið á stríðsárunum eltist við hóp þýskættaðs fólks á Vestfjörðum og þá sem voguðu sér að leggja þeim lið.

Húsið verður að venju opnað kl. 18:30, en borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500.