Þrátt fyrir páska og tíða frídaga er enginn bilbugur á hernaðarandstæðingum sem halda sinn mánaðarlega fjáröflunarmálsverð í Friðarhúsi föstudagskvöldið 25. apríl. Sigrún Guðmundsdóttir og Ævar Örn Jósepsson elda oní mannskapinn.
* Hakkabuff
* Grænmetisbuff
* Allt tilheyrandi meðlæti
* Kaffi og eftirréttur kynntur síðar
Að borðhaldi loknu mun Eyrún Ósk Jónsdóttir lesa friðarljóð, Egill Arnarson segja frá nýrri þýðingu sinni á verkinu Fyrir eilífum friði eftir Kant og tónlistarmaðurinn Sveinn Guðmundsson tekur lagið.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.500. Öll velkomin.