Apríl fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudagskvöldið 26. apríl. Að þessu sinni munu meðlimir miðnefndar leggja á hlaðborð. Þar mun öllu ægja saman: hrossakjöti, kjúklingarétti, afrískum og indverskum grænmetismat, fiskisúpu og heimabökuðu brauði með hummus. Kaffi og kaka í eftirmat.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðahaldi loknu mun tónlistarmaðurinn Gímaldin spila en frekari menningardagskrá verður kynnt síðar.
Verð kr. 2.500. Öll velkomin.