Ályktun um stríð í Jemen

By 01/04/2015 Uncategorized

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015.

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma harðlega loftárásir á Jemen sem framdar eru með stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands og að ekki sé rætt um jafn gróft ofbeldi gegn ríki á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hvetja jafnframt ríkisstjórn Íslands til að grípa inn í og mótmæla fyrirhuguðum innrásum í þetta stríðshrjáða ríki sem þegar hefur verið þjakað af því að vera einskonar tilraunavettvangur Bandaríkjanna fyrir siðlausar drónaárásir.

Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að Ísland gagni fram fyrir skjöldu, gagnrýni frekari íhlutun, krefjist vopnahlés á svæðinu, verndi óbreyttra borgara og vinni gegn vopnasölu og vopnadreifingu á svæðinu.