Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt frá Sexdagastríðinu 1967 hefur verið sterk krafa frá alþjóðasamfélaginu um að ógilda landvinninga Ísraels og vinda ofan af hernámi Ísraels í nágrannaríkjunum. Þar á meðal eru Gólanhæðir í Sýrlandi.
Þrátt fyrir þetta hefur Ísrael komist upp með að herða tök sín á hernumdum svæðum og beitt yfirgangi gagnvart nágrannaþjóðum, sem átt hefur drjúgan þátt í að kynda undir óstöðugleika á svæðinu. Áætlanir Bandaríkjanna mun enn bæta olíu á þann eld og grafa undan viðleitni til að bæta ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs.