Ályktun III – um almannavarnir og heræfingar

By 25/11/2007 December 8th, 2007 Uncategorized

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007:

Um almannavarnir og heræfingar

Landsfundur SHA haldinn laugardaginn 24. nóvember 2007 varar sterklega við þeirri tilhneigingu sem orðið hefur vart á síðustu misserum að spyrða saman borgaralegar öryggisstofnanir samfélagsins, svo sem almannavarnir, landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitir við hernaðarlega starfsemi – eins og gert hefur verið m.a. í tengslum við heræfingar. Til dæmis hafa heræfingar erlendra sveita hér við land verið réttlættar með vísan til slysavarna, viðbragða við mengunarslysum og annars álíka – sem augljóslega er þó á verksviði borgaralegra aðila.