Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

By 17/10/2008 Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta alveg að bjóða hingað erlendum her. Vandséð er hvernig stjórnvöld gætu réttlætt að sóa fjármunum í uppihald hermanna sem koma hingað til að sinna fánýtum æfingum.

Nú þegar raunveruleg ógn steðjar að Íslandi hefur sést hversu gagnslaust það er fyrir þjóðina að tilheyra NATO, bandalagi sem beinist gegn andstæðingi sem ekki er lengur til. Aldrei hefur verið ljósara að NATO-aðild Íslands er kostnaðarsamt dútl sem gerir ekkert til að tryggja öryggi og hag þjóðarinnar.