Ályktun frá SHA

By 16/10/2012 Uncategorized

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp NATO á saklausum borgurum eru raunar reglubundnar fregnir frá þessum heimshluta, einkum með aukinni notkun fjarstýrðra drápsvélmenna í Afganistan og Pakistan.

Af þessu tilefni gera Samtök hernaðarandstæðinga það að tillögu sinni að stjórnvöld afþakki loftrýmisgæslu NATO í íslenskri lofthelgi árið 2013 og noti þær 30 milljónir sem annars hefðu farið í að niðurgreiða þotuæfingar NATO-herja í að greiða bætur til aðstandenda þeirra afgönsku og pakistönsku borgara sem drepnir hafa verið á okkar vegum.