Ályktun frá miðnefnd SHA

By 17/06/2005 October 29th, 2005 Uncategorized

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna mótmælaaðgerða hans og tveggja Íslendinga 14. júní sl. Hvaða skoðun sem menn annars hafa á þessum aðgerðum þá stofnuðu þær engum manni í hættu og geta ekki talist alvarlegt afbrot.

Gæsluvarðhald yfir eina útlendingnum í hópnum hefur verið réttlætt með því að hætta sé á að hann flýi land. Hér er augljóslega um tylliástæðu að ræða því að það krefst mikillar útsjónarsemi að komast vegabréfslaus úr landi. Forsendur þessa gæsluvarðhaldsúrskurðar hljóta að vera pólitískar. Hér á að sýna að ekki verður tekið á þeim með vettlingatökum sem dirfast að mótmæla ríkjandi stefnu. Miðnefnd SHA mótmælir þessari misbeitingu yfirvalda á heimild sinni til að fangelsa menn.

Miðnefnd SHA