Það er komið að fyrsta málsverði ársins og ofurkokkurinn Dóra Svavars snýr aftur, en maturinn hennar hefur ætíð vakið mikla lukku meðal hernaðarandstæðinga.
Matseðill:
- Smalabaka – kindahakksbaka með kartöflumús.
- Vegan-útgáfa með.linsubaunum.
- Bústin grænmetissalöt
- Brauð
- Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun tónlistartvíeykið Daníel E. Arnarson og Halli Sveinbjörns flytja friðsamt og andheimsvaldasinnað prógram, Steinunn Þóra Árnadóttir flytur stutta tölu um málefni Grænlands og Kristín Svava Tómasdóttir segir frá Fröken Dúllu, bestu sagnfræðibók síðasta jólabókaflóðs.
Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 3000. Öll velkomin.