Sú var tíðin að föstudagurinn langi var leiðinlegasti dagur ársins, þar sem ekkert mátti gera. Þeir dagar eru löngu liðnir. Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður haldinn eins og ekkert hafi í skorist. Matseðillinn er með glæsilegasta móti og skemmtiatriðin ekki af verri endanum!
Kokkar kvöldsins verða Jón Yngvi Jóhannsson sem sér um alæturnar og Harpa Kristbergsdóttir sem sinnir grænkerunum:
* Svarti sauðurinn – hægeldað lamb í svörtu tapenade og rauðvíni
* Kartöflumús
* Salat með rauðrófum og klettasalati og kannski fleira
* Kitheri – afrískur pottréttur
* Hrísgrjón eða brauð
* Kaffi og konfekt
Sest verður að snæðingi kl. 19. Að borðhaldi loknu mun Guðjón Jensson segja frá nýlegri skáldsögu sinni, Löngu horfin spor & hin eina sanna fjöllistakona Skaði Þórðardóttir tekur lagið.
Húsið verður opnað kl. 18:30. Verð kr. 2.500, öll velkomin.