Málsverðir SHA hefjast á ný í Friðrhúsi með haustlegum súpum og ný-uppteknu íslensku grænmeti í aðalhlutverki. Gamaldags íslensk kjötsúpa og vegan rauðrófusúpa með kjúklingabaunum í boði, heimaræktað litríkt salat og rauðrófur ásamt gamaldags kryddbrauði með smjöri. Á eftir verður svo konfekt og kaffi. Allt í boði matgæðinganna Systu og Lowönu.
Trúbadorinn Víf tekur lagið og Soffía Sigurðardóttir, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga segir frá starfsemi Heimavarnarliðsins sem hleypti upp Nató-heræfingum á árunum í kringum 1990 og ræðir borgaralega óhlýðni og friðarstefnu.
Húsið opnar 18:30 en sest verður að snæðingi kl. 19, 2500 króna aðgangseyrir, öll velkomin.