Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um hálfgert jólahlaðborð SHA að ræða.
Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðillinn er á þessa leið:
* Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar appelsínusalati og sinnepssósu
* Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð
* Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
* Karrýsíld
* Tómatsalsasíld
* Fyrir þá sem ekki borða kjöt verður hnetusteik á boðstólum
* Kaffi og smákökur
Borðhald hefst kl. 19:00 en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500.
Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá, sem kynnt verður síðar.