8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Munið fundinn í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan fimm

By 08/03/2007 Uncategorized

clarazetkin Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911. Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910.

Fundurinn mun hafa verið haldin í því húsi sem seinast var kallað Ungdomshuset og var frægt nú á dögunum og svo rifið til grunna.

Nánari upplýsingar um sögu dagsins má finna á vef Kvennasögusafnsins.

Dagskrá fundarins