40 ár fyrir friði

By 10/05/2012 June 5th, 2012 Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. Samtökin fagna því 40 ára afmæli og munu að því tilefni standa fyrir samkomu í Iðnó að kvöldi miðvikudagsins 16. maí (kvöldið fyrir uppstigningardag).

Fjöldi tónlistarmanna og annars listafólks mun koma fram á dagskránni, þar sem lög sem tengjast sögu friðarbaráttunnar verða í aðalhlutverki. Meðal flytjenda má nefna: Bjartmar Guðlaugsson, félaga úr Þokkabót, Heiðu trúbador og Einar Má & Blágresi. Árni Björnsson mun rifja upp aðdragandan að stofnun SHA.

Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20, en húsið verður opnað 19:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis, en söfnunarföturnar verða vitaskuld á sínum stað.