Málsverður aprílmánaðar

By 21/04/2015 April 22nd, 2015 Uncategorized

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér um matseld og verður afrískt þema að þessu sinni:

* Afrískur kjúklingaréttur lærður í Bakarabrekkunni kvöldið sem sonic youth spilaði á Nasa

* Marokkóskur grænmetis- og kjúklingabaunaréttur friðarsinnans

* Naan-brauð

* Hrísgrjón

* Kaffi og konfekt

Eftir matinn mun gleðidúettinn Duna (Daníel og Una) skemmta gestum. Borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 2.000. Öll velkomin.