Skip to main content
Monthly Archives

January 2023

Gúllas

Janúarmálsverður

By Viðburður
Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00.
Ævar Örn Jósepsson sér um kjötrétt og Þórhildur Heimisdóttir eldar fyrir grænkera. Matseðillinn er á þessa leið:
  •  Fjölþjóðlegt vetrargúllas
  • Brauð og smjör
  • Vegan Obe Ata, nígerísk paprikukássa
  • Kaffi og konfekt
Að borðhaldi loknu mun Magnea J. Matthíasdóttir lesa úr nýrri ljóðabók sinni. Sest verður að snæðingi kl. 19:00. Verð 2.500.
Öll velkomin
Kúrdistan með Seckin Guneser

Frásögn frá Kúrdistan

By Viðburður
Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver er framvindan og hvað er að gerast innan landamæra Tyrklands?
Fræðumst um ástandið fundi með Seckin Guneser, gamalreyndum talsmanni Kúrda, mánudaginn 9. janúar klukkan 20 í Friðarhúsi.
í haust fengum við Ögmund Jónasson til að ræða um stöðu mála í löndum Kúrda. Í framhaldi af þeim fundi fáum við nú frásögn beint úr baráttunni.
Fundurinn fer fram á ensku, öll velkomin.