Skip to main content
Monthly Archives

September 2022

Októberfest

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

By Viðburður
Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí.
Bjarki Hjörleifsson og Jónína Riedel sjá um eldamennskuna sem verður alvöru þýsk októberfest-veisla með pylsum og bulsum fyrir kjötætur jafnt sem grænkera. Engar kröfur eru þó gerðar um lederhosen-klæðaburð…
Að borðhaldi loknu verður kaffi og konfekt en því næst tekur við menningardagskrá. Anna Ólafsdóttir Björnsson les úr nýrri glæpasögu og trúbadorinn Linus Orri tekur lagið.
Verð kr. 2.000. Öll velkomin