Skip to main content
Monthly Archives

August 2020

Landsfundur SHA 12. september

By Tilkynningar, Viðburður

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð að fresta honum. Nýr fundartími hefur verið ákveðinn, laugardagurinn 12. september kl. 11.

Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi að viðhöfðum bestu sóttvarnarráðstöfunum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Þau sem kynnu að vilja taka þátt í starfi miðnefndnar á komandi starfsári eru hvött til að gefa sig fram, t.d. með því að senda póst á netfang samtakanna: sha@fridur.is

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

By Tilkynningar, Viðburður

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar minnst þessa voðaverks og minnt á kröfuna um kjarnorkuvopnalausa veröld með kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn. Við eðlilegar kringumstæður hefði margmenni mætt á bakka Reykjavíkurtjarnar til að sýna samstöðu.

Af sóttvarnarástæðum var ekki unnt að halda fleytinguna með hefðbundnum hætti. Þess í stað var efnt til fámennrar og táknrænnar fleytingar kl 23:15 að kvöldi 5. ágúst, á nákvæmlega sama tíma og sprengjan féll á Hírósíma fyrir 75 árum. Sigurður Skúlason leikari las við það tilefni ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga.