18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

By 05/03/2006 March 7th, 2006 Uncategorized

Fermiamo la guerra Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um allan heim að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak. Klukkan eitt eftir hádegi verður fundur í Háskólabíói sem Þjóðarhreyfingingin – með lýðræði stendur fyrir. Að honum loknum verður efnt til mótmælafundar á Ingólfstorgi og hefst hann klukkan þrjú, en Samtök herstöðvaandstæðinga hafa frumkvæði að honum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Takið daginn frá. Fjölmennum í Háskólabíó kl. 13 og á Ingólfstorg kl 15.

Upplýsingar um aðgerðir víða um heim má fá á vefsíðum Stop the War Coalition í Bretlandi og Troops Out Now í Bandaríkjunum.