15. mars: Stríðinu verður að linna

By 14/02/2008 Uncategorized

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008

gegnstridi 20. mars verða liðin fimm ár frá því innrásin í Írak hófst. Síðan hefur verið stríðsástand í landinu. Enginn veit hversu margir hafa dáið af völdum stríðsins, en ljóst er tala þeirra hleypur á hundruðum þúsunda. Talið er að af 26 milljónum íbúa í landinu séu um tvær milljónir á flótta innanlands og tvær og hálf utanlands. Innviðir samfélagins eru í rúst. Ástandið versnar með hverjum degi. Stríðinu verður að linna!

Innrásinni var mótmælt með einhverjum einhverjum víðtækustu mótmælaaðgerðum sögunnar. Síðan hafa alltaf verið alþjóðlegar mótmælaaðgerðir kringum 20. mars. Að þessu sinni hafa dagarnir 15. til 22. mars verið valdir og í Reykjavík munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir aðgerðum laugardaginn 15. mars kl. 1 eftir hádegi. Nánari upplýsingar verða birtar þegar þær liggja fyrir.

Takið 15. mars frá. Fjölmennum.
Stríðinu verður að linna!

Upplýsingar um aðgerðir erlendis:
www.stopwar.org.uk
www.theworldagainstwar.org
www.unitedforpeace.org
www.motkrig.org
www.nejtilkrig.dk