Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20
Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður opinn fundur í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þar sem rætt verður um skipulagningu aðgerða á alþjóðlegum mótmæladegi gegn stríðinu í Írak. Allir velkomnir. Margar hendur vinna létt verk.
Við minnum líka á undirskriftasöfnuna Stop War on Iran. Margt bendir til að Bandaríkjastjórn hyggist ráðast á Íran innan fárra ára og stundi nú pólitískan hráskinnaleik til að undirbúa þá herför. Sjálfsagt er að hvetja íslenska friðarsinna til að taka þátt í alþjóðlegri undirskriftasöfnun á netinu, þar sem stríðsundirbúningurinn er fordæmdur. Nánari upplýsingar um undirskriftasöfnunina er að finna hér. Hægt er að skrifa undir hér:
http://stopwaroniran.org/petition.shtml.