Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 til að undibúa aðgerðir gegn stríðinu í Líbíu. Í fundarboði segir:
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert lært af hryllilegum stríðsrekstri undanfarinna ára í Írak og Afganistan og eru við sama heygarðashornið í stuðningi sínum við loftárásir í Líbíu. Það er krafa friðarsinna á Íslandi að íslensk stjórnvöld snúi baki við þeirri hugmyndafræði að loftárásir og annar hernaður sé ásættanleg leið til að ná fram pólitískum markmiðum. Stríð er vandamál en ekki lausn. Hernaður er helsi en ekki frelsi. Við hvetjum alla friðelskandi menn að mæta og skipuleggja aðgerðir gegn þátttöku Íslands í hryllingnum í nafni frelsis og mannréttinda.