Tvær ferðasögur

By 07/01/2006 Uncategorized

dufaÞriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Á dagskrá verða tvær ólíkar ferðasögur, sem styrktar voru af MFÍK.

1.

Ferð Örnu Aspar Magnúsardóttur til Palestínu

Hún ætlar að tala um reynslu sína þegar hún s.l. sumar en við komuna þangað var hún stöðvuð af ísraelskum yfirvöldum, haldið í yfirheyrslum og snúið aftur. Baráttukonan lætur þó ekki deigan síga. Hún er enn á útleið og undirbýr nú ferðalag til að kynna og ræða umhverfisvernd og náttúruverndarsjónarmið ásamt fleira ungu fólki.

2.

Ferð Guðrúnar Hannesdóttur og Maríu S. Gunnarsdóttur til Parísar í des. 2005.

Þær sátu afmælisfund hjá UNESCO í tilefni 60ára afmælis Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna og áttu auk þess fundi með fulltrúum m.a. franskra og sænskra kvennasamtaka.

MFÍK