Fréttaflutningur af stríðinu í Líbýu hefur mjög verið á einn veg síðustu daga og vikur. Forystumenn Nató lofa skjótum sigrum og koma sér undan því að tjá sig um afleiðingar loftárásanna fyrir almenning í Líbýu. Samkvæmt sumum áætlunum er meira en 10% íbúanna á flótta og matvælaskortur orðinn mikill í landinu sem er að mestu upp á innflutning á mat kominn.
Vakin er athygli á þremur stuttum fréttum á ensku sem tengjast stríðinu. Fyrst þessari frétt um mannfall í loftárásunum.
Þá þessari frétt um tilraunir Afríkulanda til að miðla málum.
Og loks þessa frétt um hvernig árásarríkin hyggjast fá herkostnaðinn endurgreiddan.