Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

By 16/09/2010 Uncategorized

one eday one goal 2010Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um heim hvatt til að taka þátt eða minnast dagsins á einhvern hátt.

Af þessu tilefni býður MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu).

Aðili frá Rauða krossinum mun mæta og segja frá starfi samtakanna á átakasvæðum.

Léttur kvöldverður verður seldur í upphafi fundar og eru allir velkomnir.

Húsið opnar kl. 18.30.

Um dag friðar, sjá:
http://www.peaceoneday.org/en/welcome

Þess má geta að knattspyrnuhreyfingin um allan heim tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum, í 192 aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna.