Á dögunum bárust þær gleðilegu fregnir að sveitarstjórnin í Garði hafi samþykkt friðlýsingu sveitarfélagsins fyrir kjarnorkuvopnum. Garðurinn er þar með fyrsta sveitarfélagið á Suðurnesjum sem stígur þetta skref.
Hin fjögur sveitarfélögin á Reykjanesskaga: Grindavík, Reykjanesbær, Sandgerði og Vogar hafa enn ekki séð ástæðu til slíkrar samþykktar. Auk þeirra eru Garðabær, Skútustaðahreppur & Grímsnes- og Grafningshreppur á móti.
Því verður illa trúað að afstaða sveitarstjórnarmanna á þessum sjö stöðum sé í samræmi við vilja íbúanna og er óskandi að þeir sjái að sér og endurskoði afstöðu sína hið fyrsta. Markmiðið er að hvert einasta sveitarfélag á Íslandi hafi gert samþykktir af þessu tagi.