Munið morgunkaffið 1. maí

By 27/04/2006 April 29th, 2006 Uncategorized

ganga Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. Ómissandi upphitun fyrir kröfugönguna!

Að kvöldi 1. maí verður opið í Friðarhúsi, þar sem gestir og gangandi geta rekið inn nefið og spjallað yfir kaffibolla.

Morgunfundur á Akureyri 1. maí kl. 10.30. Sjá hér

Dagskrá 1. maí í Reykjavík:

Safnast saman á Hlemmi kl. 13.00. Gangan leggur af stað kl. 13.30. Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14.10. og áætlað að honum ljúki kl. 15.00.

Ávarp fundarstjóra: Ágúst Þorláksson, Efling – stéttarfélag
Ávarp: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna
Tónlist: Ragnheiður Gröndal og hljómsveit
Ávarp: Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Gamanmál: Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson, leikarar
Ávarp: Guðni Rúnar Jónasson, formaður Iðnnemasambands Íslands
Tónlist: Ragnheiður Gröndal og hljómsveit.
Fundarstjóri slítur fundi. „Internationalinn“ sunginn. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík
BSRB
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Iðnnemasamband Íslands