Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi.
Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni er helgaður óhefðbundnum baráttuaðferðir. Hvernig geta friðarsinnar komið boðskap sínum á framfæri svo eftir verður tekið? Getum við búið í haginn fyrir aðgerðir framtíðarinnar? Hvað eigum við að gera næst þegar vígbúið herskip mætir í Reykjavíkurhöfn með sólarhrings fyrirvara?
Birgitta Jónsdóttir skáldkona og friðarsinni mun opna umræðurnar, sem eflaust verða frjóar og skemmtilegar. Húsið verður opnað kl. 20 en formleg dagskrá heft um hálftíma síðar.
Kaffiveitingar verða á boðstólum og léttar veitingar á vægu verði.