Landsfundarhelgi SHA + málsverður

By 27/11/2012 Uncategorized

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi.

Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt jólahlaðborð í Friðarhúsi. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina.

Matseðill:
• Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, gulrótarappelsínusalati og sinnepssósu
• Heimagerð lifrakæfa og heimabakað rúgbrauð
• Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
• Karrýsíld
• Tómatsalsasíld
• Hnetusteik í boði f. grænmetisætur
• Kaffi og smákökur
Verð kr. 2.000. Borðhald hefst kl. 19.

Að snæðingi loknum lesa Auður Jónsdóttir og Úlfar Þormóðsson úr nýútkomnum bókum sínum og félagar úr Spöðum taka lagið.

* * *

Sunnudaginn 2. desember verður landsfundur SHA haldinn í Friðarhúsi. Dagskrá hefst kl. 11 með venjubundnum aðalfundarstörfum. Einfaldur hádegisverður í boði.

Síðdegis verður rætt um stöðu friðar- og afvopnunarmála á vettvangi Alþingis, þar á meðal störf nefndar um mótun öryggismálastefnu. Árni Þór Sigurðsson úr utanríkismálanefnd gerir grein fyrir stöðu mála.

Fundarlok áætluð um kl. 16.