Heimildarmyndin Íslenska sveitin eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir fáeinum misserum. Hún dró upp ógleymanlega mynd af hinu svokallaða friðargæsluliði Íslendinga á flugvellium í Kabúl, sem margir töldu bera skýr merki þess að vera hersveit.
Erlenda útgáfa myndarinnar, The Chicken Commander, var enn beittari og áhrifameiri. Myndin hefur öðru hvoru verið sýnd í Friðarhúsi á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga.
N.k. mánudag, 13. febrúar kl. 20, verður myndin sýnd á ný í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Friðarsinnar eru hvattir til að mæta.