Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna á aðdraganda innrásarinnar í Írak fyrir þremur árum. Í grein á vefnum Gagnauga.is eru leidd rök að því að Bandaríkjastjórn sé að undirbúa árás á Íran og útiloki jafnvel ekki notkun svokallaðra „minni kjarnorkuvopna“. Greinina er hægt að nálgast hér.