Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. Í verður kertum fleytt fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 á tveimur stöðum. Á Akureyri við Minjasafnstjörnina í í Reykjavík við suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg).
Í Reykjavík flytur Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður ávarp og Veronika Tudhope varaforseti Skotlandsdeildar CND (Campaign for Nuclear Disarmament) flytur kveðju frá skoskum friðarsinnum. Flotkerti eru seld við Tjörnina. Aðgerðin er á vegum Samstarfshóps friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni sjö friðarsamtaka og -hópa.
Á Akureyri flytur Valgerður H.Bjarnadóttir ávarp. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni og hvetur fólk til að fjölmenna.