INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

By 14/03/2006 November 22nd, 2011 Uncategorized

Not in my name Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45
FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR

Þjóðarhreyfingin – með lýðræði boðar til almenns borgarafundar laugardaginn 18. mars kl. 13 í Háskólabíói (Salur 1). Þann dag verða 3 ár liðin frá því þáverandi forsætisráðherra sendi forseta Bandaríkjanna stuðningsyfirlýsingu vegna innrásinnar í Írak og nafn Íslands fór á lista hinna „viljugu & staðföstu“ þjóða.

Á fundinum verða sýndar tvær heimildarmyndir um innrásina í Írak eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og Ara Alexander Magnússon kvikmyndargerðarmann.

Dagskrá

13:00 Hans Kristján Árnsson viðskiptafræðingur setur fundinn
• Örstutt ávörp
Ólafur Hannibalsson rithöfundur – Andri Snær Magnason rithöfundur – Ari Alexander Magnússon kvikmyndagerðarmaður
• Kvikmynd 1: ÉG ER ARABI (37 mín.)
• Kvikmynd 2: 1001 NÓTT (6 mín.)
• Pallborðsumræður – Fundarstjóri séra Örn Bárður Jónsson
Halla Gunnarsdóttir Hallgrímur HelgasonKristrún Heimisdóttir Jón Baldvin Hannibalsson Steingrímur Hermannsson Þórunn Jónsdóttir

14:45 Fundi slitið

ALLIR VELKOMNIR ! LÁTTU ÞAÐ GANGA !

Þjóðarhreyfingin – með lýðræði
www.thjodarhreyfingin.is

Athugið!
Kl. 15, eftir fundinn í Háskólabíói, hefst útifundur á Ingólfstorgi

Fjölmennum á báða fundina!
Samtök herstöðvaandstæðinga