Hver eru grunngildin?

By 20/11/2007 Uncategorized

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19.

Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi þess að lögreglan óskaði eftir að Miriam Rose, sem hefur tekið þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland hópsins, yrði vísað úr landi. Röksemd lögreglunnar var að hún hefði brotið gegn grundvallargildum samfélagsins.

Framsögu hefur Miriam Rose og mun hún lýsa málinu frá sinni hlið og greina frá hver hún telur íslensk grunngildi vera.

Á eftir framsögu hennar verða pallborðsumræður. Þar verða Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Viðar Þorsteinsson heimspekingur.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar í síma 562 8565 / 844 8645

ReykjavíkurAkademían er til húsa í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð.

http://www.akademia.is/frett.aspx?fid=398