Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé að vænta í þessu fjölmenna Nató-ríki. Atburðirnir í Tyrklandi eiga sér ýmsar ástæður og tengjast meðal annars borgarastríðinu í Sýrlandi sem staðið hefur í á annað ár.
Samtök hernaðarandstæðinga hafa á liðnum misserum efnt til fræðslufunda um átakasvæði í heiminum. Miðvikudagskvöldið 12. júní mun Sverrir Jakobsson sagnfræðingur og fv. formaður SHA fjalla um sögulegan bakgrunn atburðanna í Tyrklandi og velta vöngum yfir því hvað gerast kunni. Almennar umræður.
Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 20. Allir velkomnir.