Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

By 31/07/2007 Uncategorized

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi

31. júlí 2007

1. Það rignir yfir okkur skýrslum um það hörmulega ástand sem íraska þjóðin býr við – í Írak og í vaxandi mæli utan Íraks. Viðskiptabann okkar kostaði um milljón Íraka lífið, stríðið meira en hálfa milljón. Landið er eyðilagt, tvær kynslóðir hafa ekki fengið tækifæri til heilbrigðis, menntunar og annarrar þróunar.

Hvar er það GÓÐA sem átti að leiða af þeim kostnaði sem Danmörk og fleiri hafa lagt í þetta og dagblaðið Politiken spyr lesendur sína um í dag?

2. Hvernig er hægt að draga sig til baka ÁN ÞESS AÐ leiða hugann að því hvort við eigum að hjálpa Írak að koma undir sig fótunum á ný? Hvar er afsökun Danmerkur? Hvað leggjum við fram til enduruppbyggingar, sátta, friðar, til að koma aftur á eðlilegu ástandi? Skaðabætur vegna viðskiptabannsins og stríðsins?

Þetta er forkastanlegt siðferðilega og skammarlegt út frá sjónarhóli skynseminnar – einsog ég sagði í bók minni frá 2004, „Fyrirsjáanlegar hrakfarir. Um ófriðinn við Írak og Danmörku sem hernámsveldi“.

Það er gott að Danmörk skuli draga sig út úr Írak, en varla var hægt að gera það af meira hugsunar- og tillitsleysi!

Meira hér:
http://www.transnational.org/Area_Index_MiddleEast.htm