Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

By 26/07/2005 Uncategorized

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, sem margir telja versta stríðsglæp sögunnar, hefur orðið tilefni til upprifjunar á þessum atburðum víða um lönd.

Í nýlegu tölublaði hins vita tímarits New Scientist, birta tveir nafnkunnir sagnfræðingar Mark Selden og Peter Kuznick grein um árásirnar, þar sem þeir hafna alfarið þeirri viðteknu söguskoðun Bandaríkjamanna að þeim hafi verið ætlað að knýja fram uppgjöf Japana, heldur hafi markmiðið fyrst og fremst verið að undirbúa Kalda stríðið og sýna Sovétmönnum eyðingarmátt kjarnorkusprengjunnar. Um þetta má lesa nánar hér.

Til gamans má geta að Samstarfshópur friðarhreyfinga, sem stendur að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn þriðjudagskvöldið 9. ágúst n.k., reyndi að fá Mark Selden hingað til lands að því tilefni. Selden þakkaði kærlega fyrir boðið, en var því miður upptekinn vegna fundarhalda í tengslum við New Scientist-greinina. Vonandi munu annað tækifæri gefast til að fá Mark Selden til Íslands.