Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga hefur sent frá sér greinargerð vegna þessara viðræðna. Sjá hér.
Þess er líka rétt að geta að í dag eru liðin 65 ár síðan bandarískur her steig á land á Íslandi. 1. október á hann að vera farinn. Við ætlumst til að þá verði hann alfarinn, að herstöðin verði endanlega lögð niður og herstöðvasamningnum verði sagt upp og í framhaldi af því segi Ísland skilið við Atlatnshafsbandalagið.