Friðarhreyfingar um allan heim vinna nú á fullu við að undirbúa mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-19. mars. En friðarhreyfingar í Bandaríkjunum ætla ekki að láta þar við sitja. Jafnframt undirbúningum að aðgerðunum 18.-19. mars eru þær nú farnar að undirbúa aðgerðir 29. apríl. Tvenn stærstu regnhlífarsamtök friðarhreyfinga í Bandaríkjunum, ANSWER og United for Peace and Justice hafa boðað aðgerðir þann dag undir kjörorðunum: Stöðvum stríðið í Írak, kallið hersveitirnar heim!