Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins verða þau Líf Magneudóttir og Snorri Stefánsson og verður matseðillinni rammþjóðlegur:
* Kraftmikil kjötsúpa
* Bragðmikil grænmetissúpa, fyrir þá sem ekki borða kjöt
* Brauð
* Salat
* Royal-búðingur í eftirrétt
Að borðhaldi loknu mun Harpa Arnardóttir leikkona og söngkona taka lagið. Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur les úr glænýrri verðlaunabók, Flugunni sem stöðvaði stríðið.
Borðhald hefst að venju kl. 19:00, en húsið verður opnað um hálftíma fyrr. Verð kr. 1.500. Allir velkomnir.