Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti í hádeginu mánudaginn 8. október.
Rætt verður um eðli hernaðarbandalagsins og baráttuna gegn því hér heima og erlendis. Ögmundur Jónasson alþingismaður kemur og ræðir um breytingar á NATO síðustu misserin. Þingmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta, enda liggur starfsemi Alþingis niður vegna NATO-þingsins.
Á fundinum verður boðið upp á kaffi og gestir geta pantað sér súpu. Allir velkomnir.