Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

By 27/11/2013 January 7th, 2014 Uncategorized

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina með dyggri aðstoð Sigríðar Kristinsdóttur

Matseðill:

  • Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og sinnepssósu
  • Heimagerð lifrakæfa og heimagert rúgbrauð 
  • Reykt nautatunga með piparrótarrjóma
  • Hnetusteik
  • Karrýsíld
  • Tómatsalsasíld
  • Rækjufrauð
  • Kaffi og smákökur

Að borðhaldi loknu ræðir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir um dróna og duldar hliðir stríðsins gegn hryðjuverkum. Svavar Knútur tekur lagið.

Sest verður að snæðingi kl. 19. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir.