Friðarganga á Þorláksmessu

Safnast er saman á göngusvæðinu á Laugavegi, á milli Hlemms og Snorrabrautar

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður á þessari hátíð ljóss og friðar í Reykjavík frá árinu 1980. Safnast er saman á göngusvæðinu á Laugavegi, á milli Hlemms og Snorrabrautar. Gangan leggur svo af stað niður Laugaveginn á slaginu kl. 18 með ljós í hönd til að leggja áherslu á kröfuna um frið í heiminum.

Í göngulok er fundur á Austurvelli þar sem Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og formaður BHM flytur ávarp. Fundarstjóri er Askur Hrafn Hannesson nemi. Söngfjelagið leiðir gönguna með söng í fyrsta sinn og syngur í lok göngu.

Umsjón er að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.

Fjölnota rafkerti verða seld á 1000 kr. stykkið og er göngufólk hvatt til að taka þau með sér heim eða skila aftur að göngu lokinni. Við bendum á að einnig er hægt að kaupa kerti hér að neðan.

Á Akureyri og Ísafirði verða einnig friðargöngur á sama tíma.

Kaupa kerti

Fylltu út formið hér að neðan til að kaupa kerti og þar með styrkja friðargönguna. Við sendum kröfur í heimabanka þinn í janúar 2026. Hvert kerti kostar 1.000 kr.

Samstarfshópur friðarhreyfinga

  • Félag leikskólakennara
  • Friðar- og mannréttindahópur BSRB
  • Menningar og friðarsamtökin MFÍK
  • Samhljómur menningarheima
  • Samtök hernaðarandstæðinga
  • SGI á Íslandi (Friðarhreyfing búddista)