Friðargöngur verða haldnar á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu.
Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi, hefjast göngurnar í Reykjavík og á Ísafirði kl. 18.
Á Akureyri verður gangan kl. 20, en dagskrá hennar er sem hér segir:
Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti og út á Ráðhústorg.
Grípum friðarboðskap jólanna og tengjum hann núinu!
Hernaðarmaskína vestrænna stórvelda rennur um Miðausturlönd og lengra austur. Barist er um olíuhagsmuni m.m. Mesta stríð nútímans er háð í Afganistan undir merkjum NATO. Ísland styður hernám landsins.
Sýnum hug okkar um stríðið og friðinn:
– Frið í Afganistan og Írak!
– Burt með árásar og hernámsöflin!
– Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!
Ávarp flytur Gréta Kristín Ómarsdóttir
Söngur: Örn Birgisson og Valmar Väljaots
Kerti verða seld í upphafi göngunnar.
Friðarframtak