Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja í göngunni og í lok fundar á Ingólfstogi undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sr. Bjarni Karlsson flytur stutt ávarp. Kyndlar seldir við upphaf göngunnar.
Ísafjörður: Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin verður verður stutt dagskrá, sem samanstendur af tónlist, ljóðalestri og friðarhugleiðingum. Ræðumaður dagsins verður Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri og formaður Rauðakrossdeildar Ísafjarðar. Friðarkerti verða til sölu við kirkjuna og í göngunni.
Akureyri: Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem Margrét Heinreksdóttir lögfræðingur flytur ávarp og kór Akureyrarkirkju syngur.