Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í Reykjavík en safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju klukkan 17:45. Þaðan verður haldið niður á Silfurtorg þar sem verður stutt dagskrá, sem samanstendur af tónlist, ljóðalestri og friðarhugleiðingum. Ræðumaður dagsins verður Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri og formaður Rauðakrossdeildar Ísafjarðar.
Friðarkerti verða til sölu við kirkjuna og í göngunni.